Baldwin-hjónin ætla að reyna að eignast annað barn

Hilaria og Alec eru mjög náin.
Hilaria og Alec eru mjög náin. AFP

Hilaria og Alec Baldwin mættu á opinberan viðburð í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan þau misstu fóstur. Hjónin sögðust ætla að reyna að eignast annað barn. 

Hilaria og Alec misstu fóstur eftir 20 vikna meðgöngu. Þetta var ann­ar fóst­ur­miss­ir­inn sem þau hjón­in upp­lifa á 7 mánuðum. Baldw­in-hjón­in eiga fjög­ur börn sam­an, þau Car­men, Romeo, Leon­ar­do og Rafa­el. Hil­aria er 35 ára en Alec er 61 árs. Hann á eina dótt­ur fyr­ir úr fyrra sam­bandi sínu, Ire­land Baldw­in, með Kim Basin­ger.

Hjónin mættu á galakvöld American Museum of Natural History í gær í sínu fínasta pússi. Þau sögðu að síðustu dagar hefðu verið erfiðir. 

„Við ætlum að eignast annað barn, bara ekki núna. Þetta er bara spurning um tíma. Þetta hefur verið erfitt,“ sagði Alec í viðtali við Extra

Hann bætti við að þau hjónin gætu ekki verið nánari þótt þau reyndu. „Ef við værum nánari, þá væri ég saumaður við hana,“ sagði Alec. 

Hilaria sagði að henni liði nú betur bæði andlega og líkamlega. „Líkamlega líður mér mun betur. Andlega líður mér mun betur. Að deila getur verið erfitt, en um leið og maður deilir einhverju gerir það hlutinn raunverulegri og þegar hann er orðinn raunverulegri þá getur maður byrjað að vinna í hlutunum. Það lét mér líka líða eins og ég væri ekki ein,“ sagði Hilaria.

mbl.is