Prinsessan fótbrotnaði á skíðum

Estelle Svíaprinsessa var með móður sinni, Viktoríu krónprinsessu, og fjölskyldu …
Estelle Svíaprinsessa var með móður sinni, Viktoríu krónprinsessu, og fjölskyldu í skíðafríi. Hér eru mæðgurnar með Karli Gústaf Svíakonungi. ljósmynd/kungahuset.se

Estelle Svíaprinsessa fótbrotnaði í skíðafríi í Ölpunum með fjölskyldu sinni um áramótin. Hin sjö ára gamla prinsessa er í gipsi en hefur það annars gott að því fram kemur á sænska vefnum Aftonbladet. Estella er önnur í erfðaröðinni að sænsku krúnunni á eftir móður sinni Viktoríu. 

Viktoría krónprinsessa og eignmaður hennar, Daníel, eru vön að fara með börnin sín Estelle og Óskar í skíðafrí. Estelle er því vanur skíðagarpur og er sögð hafa staðið fyrst á skíðum áður en hún náði tveggja ára aldri. Fjölskyldan kláraði skíðafríið sitt þrátt fyrir óhappið en Viktoría ákvað þó að mæta ekki í útför Ara Behn, fyrrverandi eginmanns Mörtu Lovísu Nor­eg­sprins­essu. Daníel prins fór því án hennar til Noregs. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu