Neitar ásökunum Kardashian

Stál í stál á milli Rob Kardashian og Blac Chyna.
Stál í stál á milli Rob Kardashian og Blac Chyna. Skjáskot/Intouch Weekly

Fyrirsætan Blac Chyna neitar ásökunum barnsföður síns Rob Kardashian um að hún neyti áfengis og fíkniefna fyrir framan dóttur þeirra.

Í síðustu viku óskaði Kardashian eftir fullu forræði yfir þriggja ára dóttur þeirra Dream. Í rökstuðningi sagði Kardashian að Chyna héldi reglulega partý þegar Dream væri hjá henni, hafi kennt henni ljót orð og kynlífsstellingar. Þar að auki segir hann að hún hugsi ekki nógu vel um hreinlæti Dream og hún kæmi oft drulluskítug frá móður sinni. 

Chyna neitar öllum þessum ásökunum samkvæmt heimildarmanni TMZ og segist aldrei drekka áfengi eða neyta fíkniefna fyrir framan hana. Hún þvertekur fyrir að hafa kennt henni kynlífsstellingar eða ljót orð. 

Kardashian og Chyna hafa deilt forræði hingað til en nú hefur Kardashian farið fram á að Chyna fái aðeins að hitta dóttur þeirra aðra hverja helgi undir vökulu auga barnapíunnar. Hann hefur einnig farið fram á að hún skili niðurstöðum fíkniefnaprófs í það minnsta 30 mínútum áður en hún tekur við Dream.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu