Velur hlutverk betur eftir að hún varð móðir

Mun Eva Mendes snúa aftur á hvíta tjaldið?
Mun Eva Mendes snúa aftur á hvíta tjaldið? Astrid Stawiarz

Leikkonan Eva Mendes segir að nú eftir að hún varð móðir sé hún farin að velja frekar þau kvikmyndahlutverk sem henni eru boðin af meiri kostgæfni. Hún vill ekki að börnin hennar alist upp við að sjá mömmu sína leika í hverju sem er. 

Mendes hefur ekki leikið í kvikmynd síðan árið 2014 þegar myndin Lost River kom út. „Sem móðir núna, þá eru mörg hlutverk sem ég tek ekki að mér. Það eru mörg málefni sem ég vil ekki koma nálægt, þannig að það takmarkar valmöguleikana mína og mér finnst það fínt. Ég vil vera fyrirmynd fyrir dætur mínar núna. En engar áhyggjur, ég er með ýmislegt á kantinum,“ skrifaði Mendes í athugasemd við mynd á Instagram-reikningi sínum. 

Mendes á tvær dætur með eiginmanni sínum Ryan Gosling. Dæturnar eru Esmeralda 5 ára og Amada 3 ára. Hún hefur haldið sig til hlés síðan hún eignaðist börnin en er sögð vilja komast aftur í bransann og er farin að fara í áheyrnarprufur aftur.

Það hefur þó ekki alltaf verið upp á teningnum ef marka má viðtöl í gegnum árin en árið 2018 langaði hana ekkert að fara að vinna aftur þar sem hún elskaði að vera móðir og vera með dætrum sínum.

View this post on Instagram

Coming soon. ⠀ (Not my top knot, the dress)⠀ 💜

A post shared by Eva Mendes (@evamendes) on Jan 14, 2020 at 9:17am PST

mbl.is