Einangruð eftir að hún eignaðist Georg

Katrín og Vilhjálmur með Goerg nýfæddan.
Katrín og Vilhjálmur með Goerg nýfæddan. AFP

Katrín hertogaynja heimsótti miðstöð fyrir börn í Cardiff í Wales á dögunum. Þar tjáði sig um hvernig það var að vera með lítið barn fjarri heimahögum þegar Goerg litli fæddist að því er fram kemur á vef Hello. Þegar Georg fæddist bjuggu hjónin Vilhjálmur og Katrín á eyjunni Öng­uls­ey sem er við norðvest­ur­hluta Wales. 

Hjónin bjuggu á eyjunni þar sem Vilhjálmur sinnti herstörfum sem þyrluflugmaður á svæðinu.

„Þetta var fyrsta árið og ég var nýbúin að eignast Georg, Vilhjálmur starfaði enn í björgunarsveitinni og við komum hingað og ég var með pínu, pínu lítið barn á miðri Öngulsey og ég var svo einangruð. Alein. Ég átti enga fjölskyldu þar og hann var að vinna næturvaktir,“ segir Katrín um fyrstu mánuðina í lífi Goergs. 

„Bara ef ég hefði haft aðgang að miðstöð eins og þessari,“ sagði Katrín við starfsfólk barnamiðstöðvarinnar. „Ég verð að rifja upp velskuna mína,“ sagði Katrín að lokum og bætti því við að hún þyrfti að heimsækja Öngulsey með börnunum sínum þremur. 

Fljótlega eftir að Georg fæddust fluttu hjónin frá Öngulsey og Vilhjálmur hóf störf nær Lundúnum. 

Katrín hitti mæður og Börn í Cardiff í Wales í …
Katrín hitti mæður og Börn í Cardiff í Wales í vikunni. AFP
Katrín hertogaynja nær vel til barna.
Katrín hertogaynja nær vel til barna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert