Fyrrverandi barnastjarna reynir að eignast börn

Macaulay Culkin ætlar að eignast börn.
Macaulay Culkin ætlar að eignast börn. Skjáskot/Instagram

Barnastjarnan fyrrverandi Macaulay Culkin segir að hann og kærasta hans Brenda Song séu að reyna að eignast börn. 

Í viðtali við Esquire sagði Culkin að þau hafi æft sig mikið að búa til börn. „Við æfum okkur mikið. Við erum að reyna finna út að láta tímasetninguna virka. Því það er ekkert meira kynæsandi en þegar konan mans kemur inn í herbergið og segir „Elskan ég er með egglos“,“ sagði Culkin. 

Hann hefur áður tjáð sig um tilvonandi barneignir en í hlaðvarpsþætti Joe Rogan í ágúst 2018 hafði hann sömu sögu að segja. „Ég ætla búa til börn. Þessi kona er gott eintak, þannig að ég ætla að setja nokkur börn í hana. Ég meina við höfum klárlega verið að æfa okkur,“ sagði Culkin. 

Culkin bætti við að hann myndi eignast falleg börn. „Hún er asísk, þannig að ég mun eignast pínulítil asísk börn. Það verður svo fallegt, fullt af litlum Sean Lennon að hlaupa um húsið. Það er það sem ég stefni að,“ sagði Culkin og á þar við son tónlistarfólksins John Lennon og Yoko Ono. 

Culkin og Song hafa verið saman síðan árið 2017 . 

mbl.is