Hefur vitað sitt raunverulega kyn frá 3 ára aldri

Dwayne Wade og dóttir hans Zaya.
Dwayne Wade og dóttir hans Zaya. Skjáskot/Instagram

Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dwayne Wade segir að 12 ára dóttir hans Zaya hafi vitað sitt raunverulega kyn frá því hún var aðeins 3 ára. Zaya kom nýlega út sem transstelpa. 

„Hún hefur vitað það í 9 ár, síðan hún var 3 ára. Og á þessum tíma höfum við spurt spurninga og við höfum lært. En hún hefur vitað það,“ sagði Wade í viðali við Good Morning America.

Þegar Wade var spurður hvort hann hafi vitað það segir hann að hann hafi þurft að spyrja sjálfan sig spurninga. 

„Eftir því sem ég eldist og sá dóttur mína þroskast, þurfti ég að stíga skref til baka og horfast í augu við sjálfan mig í speglinum „Hver ert þú? Hvað ætlar þú að gera ef barnið þitt kemur til þín og segist ekki vera strákur heldur transstelpa? Hvað ætlar þú að gera?“ Það var mitt raunverulegasta andartak,“ sagði Wade.

Hann úskýrði svo hvernig Zaya sagði honum að hún væri trans. „„Hey ég held að ég sé ekki samkynhneigð,“ og síðan fór hún niður listann og sagði „Svona skilgreini ég mig, þetta er mitt kyngervi. Ég skilgreini mig sem unga konu. Ég held ég sé gagnkynhneigð trans stelpa því ég laðast að strákum“,“ sagði Wade.

mbl.is