Ekki feimin við að deila brjóstagjafarmyndum

Ashley Graham hræðist ekki athugasemdakerfið.
Ashley Graham hræðist ekki athugasemdakerfið. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham eignaðist sitt fyrsta barn í janúar síðastliðinn. Graham hefur verið dugleg að sýna frá fyrstu vikunum eftir barnsburð og setur reglulega inn myndir af sér við brjóstagjöf. 

Brjóstagjafamyndirnar hafa farið fyrir brjóstið á sumum fylgjendum hennar og margir skammað hana bæði fyrir að deila myndunum og gefa brjóst á almannafæri. 

Skjáskot/Instagram

Það eru þó ekki allir ósáttir með að Graham sýni glamúrslausan raunveruleikann á samfélagsmiðlum og hefur hún líka fengið mikið hrós fyrir að sýna myndir af sér gefa syni sínum brjóst. 

Graham hefur líka sýnt hvaða áhrif meðgangan hafði á líkama hennar og fyrir nokkrum vikum sýndi hún slitförin á kvið sínum. 

Þótt aðeins sex vikur séu síðan sonur hennar kom í heiminn er Graham komin á fullt í vinnu og þarf að sinna ýmsum verkefnum. Hún deildi nýlega myndbandi af sér með brjóstapumpu í leigubíl.

Skjáskot/Instagrammbl.is