Börn fá martraðir vegna loftslagskvíða

Greta Thunberg hefur látið að sér kveða í umræðunni um …
Greta Thunberg hefur látið að sér kveða í umræðunni um loftslagsbreytingar. Breskum unglingum finnst þeir hins vegar ekki hafa rödd í umræðunni. AFP

Niðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi gefa til kynna að loftslagsmál séu farin að hafa áhrif á geðheilsu barna í auknu mæli. 

BBC Newsround gerði könnun á meðal 16 ára barna í Bretlandi. 2 þúsund tóku þátt í könnuninni. Átta af hverjum tíu sögðu að loftslagsbreytingar skiptu þau máli og yfir þriðjungur sagði þær skipta sig mjög miklu máli. 

Um þrjú af hverjum fjórum sögðust hafa áhyggjur af ástandi plánetunnar og 22 prósent sögðust hafa mjög miklar áhyggjur. 

Um 19 prósent sögðust fá martraðir um loftslagsbreytingar og 17 prósent sögðu að áhyggjur af loftslagsbreytingum hafi haft áhrif á mataræði þeirra. 

Yfir helmingur sagðist finna fyrir hjálparleysi gagnvart loftslagsbreytingum og að raddir þeirra heyrðust ekki í umræðunni. 41 prósent sagðist ekki treysta fullorðna fólkinu til að takast á við loftslagsbreytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert