Börnin í höllinni þökkuðu heilbrigðisstarfsfólki

Kensington-höll birti þetta myndband af börnum Katrínar og Vilhjálms klappa.
Kensington-höll birti þetta myndband af börnum Katrínar og Vilhjálms klappa. skjáskot/Instagram

Konunglegu börnin í Kensington-höll í Bretlandi klöppuðu fyrir heilbrigðisstarfsfólki á fimmtudaginn. Um var að ræða átak í landinu þar sem fólk klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur geisað. 

Prinsarnir Georg og Lúðvík og prinsessan Karlotta klöppuðu á fullu. Eldri börnin eru sex og fjögurra ára en yngsta barnið, Lúðvík, verður tveggja ára í næsta mánuði. Sá stutti stóð á milli eldri systkina sinna og tók virkan þátt í athöfninni.

Kóngafólkið heldur sig heima eins og flestir aðrir. Börnin halda til með foreldrum sínum á sveitasetri þeirra Vilhjálms og Katrínar, Anmer Hall í Norfolk á Englandi. Drottningin heldur til í Windsor-kastala og Karl Bretaprins heldur til í Skotlandi en hann hefur nú þegar verið greindur með kórónuveiruna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert