Hvetja börnin til að syngja í samkomubanni

Harpa Þorvaldsdóttir kennari í Laugarnesskóla hefur tekið upp nokkur lög.
Harpa Þorvaldsdóttir kennari í Laugarnesskóla hefur tekið upp nokkur lög. skjáskot/Vimeo

Víða á landinu hafa tónmenntakennarar búið til myndbönd fyrir samsöng til að létta fólki lundina og er Reykjavíkurborg þar engin undantekning.

Í tilefni samkomubanns hafa tónmenntakennarar ákveðið að standa fyrir samsöng á netinu. Nú er búið að taka upp 17 myndbönd með skemmtilegum lögum með söng og undirspili frá fjórum tónmenntakennurum.

Kennararnir sem tekið hafa upp lög eru Harpa Þorvaldsdóttir í Laugarnesskóla, Björg Þórsdóttir í Ísaksskóla, Valgerður Jónsdóttir í Grundaskóla, Nanna Hlíf Ingvadóttir í Landakotsskóla.

Á vef Reykjavíkurborgar má finna öll lögin.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert