Ótrúlegar viðtökur á Vöggugjöfinni

Hafdís Guðnadóttir og Inga María Hlíðar Thorseinson ljósmæður sitja í …
Hafdís Guðnadóttir og Inga María Hlíðar Thorseinson ljósmæður sitja í stjórn Ljósmæðrafélags Íslands. Hér afhendir Elín M. Óskarsdóttir þeim Vöggugjöfina.

Í byrjun vikunnar gaf Lyfja verðandi og nýbökuðum foreldrum veglega Vöggugjöf í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Vöggugjöfin inniheldur vörur í fullri stærð, sýnishorn, upplýsingabækling og tilboð á vörum sem koma sér vel á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu, bæði fyrir foreldra og börn.

Á tveimur dögum kláruðust allar Vöggugjafir Lyfju og því má segja að viðtökurnar hafi verið lyginni líkastar.

„Við vorum varla byrjuð að auglýsa gjöfina þegar beiðnir byrjuðu að streyma inn. Það er greinilegt að verðandi og nýbakaðir foreldrar kunna vel að meta Vöggugjöfina og við í Lyfju fögnum því að geta orðið að liði á þessum tímamótum í lífi fólks. Nú snýst allt um það að koma gjöfinni til foreldranna sem hafa sótt um, en við stefnum ótrauð að því að geta boðið fleiri foreldrum gjöfina sem fyrst aftur,“ segir Arnheiður Leifsdóttir sérfræðingur í markaðsmálum hjá Lyfju. Allar vörurnar í Vöggugjöfinni má fá í verslunum Lyfju um allt land og í netverslun Lyfju. Þær vörur sem eru í gjöfinni henta ótrúlega vel fyrir móður og barn, en þar má til dæmis nefna pela, snuð, ýmis krem, vítamín, góðgerla og margt fleira.

Samstarf með Ljósmæðrafélagi Íslands

Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir situr í stjórn Ljósmæðrafélags Íslands. Hún á von á sínu öðru barni í ágúst og segist vera mjög ánægð með framtakið. 

„Mér finnst Vöggugjöfin frábært framtak hjá Lyfju. Gjöfin mun örugglega koma sér vel fyrir nýbakaða foreldra, þar sem í henni eru að finna ýmsar nauðsynjavörur svo sem D-vítamín úða og tannbursta, ásamt vörum sem gætu komið sér vel til dæmis lekahlífar. Mikilvægt er að nota vörurnar í vöggugjöfinni rétt og því mæli ég með því að þær verði notaðar í samráði við fagaðila, til dæmis ljósmæður í heimaþjónustu eða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu,“ segir Hafdís. 

Inga María Hlíðar Thorsteinson ljósmóðir tekur undir orð Hafdísar, en Inga María á nokkurra mánaða gamlan dreng.

„Ég er mjög ánægð með að D-vítamín fylgi með í Vöggugjöfinni vegna þess að gefa þarf öllum kornabörnum D-vítamín í einhverju formi frá nokkurra vikna aldri. Spreyið fer vel í magann á mínu barni og það er auðvelt í notkun. Ég hef það á skiptiborðinu til að muna eftir því og gef honum áður en ég skipti á fyrstu bleiu dagsins. Einnig hefur Windy reynst mér mjög vel því drengurinn minn er oft með mikið loft í maganum. Sérstaklega upp úr eins mánaðar aldri, þá átti hann erfitt með að ropa og prumpa. Ég reyni að nota þetta sem sjaldnast en eftir að hafa prófað allar aðrar aðferðir enda ég oft á að „ventla hann“ og þá nær hann að slaka á,“ segir hún. 

Þann 15. maí mun Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir sitja fyrir svörum í netspjalli á vefsíðu Lyfju frá 13:00 til 15:00. Hafdís mun svara öllum spurningum sem tengjast meðgöngu, undirbúningi fyrir fæðingu, fæðingunni sjálfri og vikunum eftir fæðingu.

Inga María Hlíðar ásamt syni sínum.
Inga María Hlíðar ásamt syni sínum.
mbl.is