Með eiginmanninn á FaceTime í fæðingunni

Eiginmaður Melissu Rauch þurfti að vera heima með dóttur þeirra …
Eiginmaður Melissu Rauch þurfti að vera heima með dóttur þeirra á meðan hún fæddi son þeirra í heiminn. skjáskot/Instagram

Big Bang Theory-stjarnan Melissa Rauch þurfti að vera á FaceTime með eiginmanni sínum þegar hún fæddi son þeirra Brooks í heiminn. 

Eiginmaður Rauch, Winston Beigel, hefði getað verið við hlið hennar í fæðingunni en vegna kórónuveirunnar gátu þau ekki fengið pössun fyrir dóttur sína Sadie sem er 2,5 árs. Litli drengurinn kom í heiminn í Los Angeles í Bandaríkjunum og hafa konur leyfi til þess að hafa eina manneskju með sér í fæðinguna. 

Hjónin fundu þó lausn á þessu og gat Rauch hringt myndsímtal í manninn sinn á meðan hún kom litla drengnum í heiminn. 

Í færslu á Instagram segist hún hafa fundið mikið fyrir þessum sérstöku aðstæðum á síðustu metrunum meðgöngunnar og svo að sjálfsögðu í fæðingunni. Hún segist hafa verið mjög stressuð fyrir fæðingunni þar sem mikil óvissa ríkti um hvernig aðstæður yrðu á sjúkrahúsinu. 

„Ég átti góða daga þar sem ég var jákvæð og hugsaði með mér að ég gæti þetta. Aðra daga fannst mér þetta algjört helvíti. Kvíðinn yfir því að þurfa að fæða án þess að hafa einhvern með mér til að styðja mig, auk kvíðans yfir að fara á spítala á tímum heimsfaraldurs, þetta var frekar mikið. Þannig ég reyndi mitt besta til að undirbúa mig fyrir aðstæður sem ég hélt ég þyrfti aldrei að vera í: fyllti spítalatöskuna með sótthreinsiklútum og æfði haföndun með andlitsgrímu eins og ég væri að æfa mig fyrir maraþon í dystópíu,“ skrifaði Rauch. 

Hún segist á endanum hafa náð að róa sig niður þegar hún áttaði sig á að hún hefði félaga sem væri með henni í þessu. 

„Ég á félaga. Sá hinn sami og hefur hlustað á hjartslátt minn innanfrá í 9 mánuði. Það hjálpaði mér einhvernvegin. Mér leið vel að hugsa til þess að þetta væri okkar fyrsta ævintýri saman,“ skrifaði Rauch. 

View this post on Instagram

I am incredibly thankful and overjoyed to announce the birth of our son, Brooks Rauch, who we just welcomed into the world and directly into our hearts. His arrival was made possible, in no small part, by the front line heroes - the nurses and doctors who show up each day to make sure that life keeps marching forward, regardless of the circumstances. Words can't describe how grateful I am to have this baby boy join our family, but to say that it is a surreal time to be bringing life into the world is an understatement. Given that, I wanted to share some thoughts with other expectant mothers or “Pandemamamas” - as I like to call us - who are navigating these uncharted waters. Please go to the link in my bio to check out the essay I wrote on the subject for Glamour. As I've previously shared, I am no stranger to loss on the road to motherhood - so to those dealing with infertility or grieving a loss, please know you are in my heart and I’m sending you so much love. ♥️

A post shared by Melissa Rauch (@themelissarauch) on May 4, 2020 at 7:25am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert