Þriðja barnið var algjört slys

Tanner Tolbert og Jade Roper eiga von á sínu þriðja …
Tanner Tolbert og Jade Roper eiga von á sínu þriðja barni. Skjáskot/Instagran

Bachelor in Paradise-parið Jade Roper og Tanner Tolbert eiga von á sínu þriðja barni. Tolbert segir að þetta barn hafi verið algjört slys og að hann hafi verið mjög hissa.

„En þetta gerist og núna munum við eiga. Ég hugsa bara, hver er munurinn á þremur og fjórum?“ sagði Tolbert á Instagram. 

Roper og Tolbert eignuðust sitt annað barn í lok júlí í fyrra en fæðingu barnsins bar að með stuttum aðdraganda og fór svo að barnið kom í heiminn inni í fataskáp í herbergi þeirra hjóna. 

Fyrsta barn þeirra hjóna, dóttirin Emerson, kom í heiminn í ágúst 2017. Roper er gengin 12 vikur á leið og er settur dagur í lok nóvember. Því verða aðeins rúmlega 15 mánuðir á milli annars og þriðja barns þeirra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina