Ætlar að verða Youtube stjarna

Peter Andre ásamt dóttur sinni Princess.
Peter Andre ásamt dóttur sinni Princess. Skjáskot/Instagram

Dóttir glamúrfyrirsætunnar Katie Price og söngvarans Peter Andre ætlar að hasla sér völl sem Youtube stjarna. 

„Princess er mjög hæfileikarík og mun gefa aðdáendum sínum innsýn í líf sitt auk þess sem hún verður með innslög um fegurð og innkaup. Katie móðir hennar hvetur hana áfram þar sem hún telur þetta vera framtíðin. Youtube rásin mun fara í loftið innan skamms,“ segir heimildarmaður nákominn Price.

Princess er þrettán ára og í afmælisgjöf fékk hún loks að opna eigin reikning á Instagram. Athygli vekur að eftir aðeins eina viku á Instagram er hún komin með 62 þúsund fylgjendur. Price sagði að þetta hefði verið draumur Princess lengi og hún mætti það nú þegar hún væri orðin þetta gömul.

Price og Andre voru gift á árunum 2005 til 2009 og eiga saman tvö börn; Princess og Junior sem er fimmtán ára. 

Flestum þótti brúðkaup Katie Price og Peter Andre ógleymanlegt.
Flestum þótti brúðkaup Katie Price og Peter Andre ógleymanlegt. Skjáskot Daily Mail
mbl.is