Ekki í sambandi við synina

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2003.
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2003. AFP

Leikarinn Brad Pitt og sonur hans Maddox eiga ekki í neinu sambandi að því er fram kemur á vef Us Weekly. Samband feðganna hefur verið slæmt síðan þeir rifust heiftarlega árið 2016 um borð í einkaflugvél. Stuttu seinna tilkynntu Pitt og Jolie skilnað sinn.

Heimildarmaður sagði að eins og áður væri ekkert samband á milli þeirra Pitts og Maddox en Maddox verður 19 ára í næsta mánuði. Sambandið virðist einnig stirt á milli Pitts og Pax, sem er á 17. ári. Segir heimildarmaðurinn að þeir tali ekki saman.

Maddox hóf háskólanám í Suður-Kóreu síðasta haust. Var Pitt sagður vonast til þess að geta lagað samband sitt við næstelsta son sinn Pax á meðan. Maddox kom þó heim fyrr vegna kórónuveirunnar og svo virðist sem Pitt hafi ekki náð að bæta sambandið á meðan Maddox var erlendis.

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP
mbl.is