Vildi glaðlegt og kynlaust herbergi fyrir soninn

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita eiga lítinn dreng.
Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita eiga lítinn dreng. AFP

Modern Family-leikarinn Jesse Tyler Fergu­son eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum, Just­in Mikita, á dög­un­um. Einkasonurinn fékk fallegt og litríkt herbergi sem segir lítið um kyn barnsins. 

Ferguson segir frá því á Instagram að hann hafi fengið vin sinn til þess að hjálpa við hönnunina þegar hann frétti að hann ætti von á barni með manni sínum. Hann segist hafa óskað eftir skemmtilegu, litríku herbergi sem væri fullt af ást og að það væri kynlaust. „Það kom svo vel út að nú vildi ég að þetta væri herbergið mitt,“ skrifaði stjarnan. 

Blár, gulur og grænn eru áberandi í herberginu bæði á veggjum og eins hlutir. Litirnir eru málaðir á skemmtilegan hátt þannig að þeir lífga vel upp á herbergið. 

mbl.is