Þórhildur Sunna á von á barni

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, á von á barni með unnusta sínum Rafał Orpel. Þetta tilkynnti hún á fésbókarsíðu sinni rétt í þessu. Þórhildur segir hina verðandi foreldra full tilhlökkunar yfir því nýja hlutverki sem þeirra bíður, en von er á barninu í febrúar.

Þórhildur Sunna var fyrst kosinn á þing fyrir Pírata árið 2016 og var hún þingflokksformaður flokksins frá 2017-2019.


 

mbl.is