Ed Sheeran á von á barni

Ed Sheeran og Cherry Seaborn eiga von á barni.
Ed Sheeran og Cherry Seaborn eiga von á barni.

Söngvarinn Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eiga von á sínu fyrsta barni samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hún sé langt á veg komin, eigi að eiga síðla sumars, en parinu tókst að halda óléttunni leyndri vegna samkomubanns og eru bara nýlega byrjuð að segja sínum nánustu tíðindin. Hjónakornin eru sögð afar hamingjusöm. 

mbl.is