Át þar til hann kastaði upp

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. AFP

Söngvarinn geðþekki Ed Sheeran segist hafa mjög fíknsækinn persónuleika og hafi í gegnum tíðina ofgert sér í mat og drykk. Þá hafi hann misst vini í kjölfar frægðarinnar.

Sheeran sem er 29 ára segir að konan sín hafi hjálpað honum að ná taki á frægðinni og lífsstílnum. „Ég kannaðist við margt í ævisögu Elton John. Hann át stundum ís þar til hann kastaði upp og ég hef gert það líka. Ég held að hlutir á borð við sykur, skyndibitamatur, fíkniefni og áfengi, manni líður betur í smástund því meira sem maður tekur inn af því en í heildina er þetta það versta fyrir mann. Hófsemi er best. Þá er ég þakinn húðflúrum og ég geri hlutina aldrei með hálfum hug. Ef ég ætla að fá mér í glas þá er eitt glas ekki nóg heldur tvær flöskur og tvær flöskur geta gert mann aumkunarverðan,“ sagði Sheeran í opinskáu viðtali á dögunum. 

Sheeran segir frægðina erfiða að eiga við og að hann hafi misst marga vini. „Fjölskyldumeðlimir verða skrítnir og vinir hætta að umgangast mig og fólk byrjar að stela frá manni. Peningar eru ekki lykillinn að hamingjunni. Peningar valda bara meiri vandamálum.“

Sheeran segist hafa náð botninum á tónleikaferðalagi sínu um heiminn sem hófst 2014 og varði í 17 mánuði. 

„Ég lifði á ruslmat og áfengi og sá ekki dagsbirtu í lengri tíma. Rúturnar lögðu undir tónleikavöllunum, maður svaf allan daginn og vaknaði svo fyrir tónleikana. Síðan drakk maður og fór aftur um borð í rútuna. Ég sá ekki dagsljós í fjóra mánuði. Í byrjun var þetta gaman en síðan bara sorglegt. Svo var ég límdur við símann að skrolla í gegnum samfélagsmiðla hátt í 19 klukkustundir á dag. Ég náði botninum. Allt var tilgangslaust. Afhverju var ég að þessu? Þegar tónleikaferðalaginu lauk þá ákvað ég að prófa að vera án símans í smá tíma,“ segir Sheeran. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson