Hættur að drekka fyrir son sinn

Liam Payne.
Liam Payne. AFP

One Direction-stjarnan Liam Payne er sagður vera hættur að drekka áfengi og djamma eftir að hann fékk viðvörun um að hann gæti ekki sinnt föðurhlutverkinu ef hann væri alltaf drukkinn.

Payne á soninn Bear, sem er þriggja ára, með fyrrverandi kærustu sinni Cheryl Tweedy. Hann er nú trúlofaður fyrirsætunni Mayu Henry. 

Samkvæmt heimildum The Sun var Payne búinn að djamma mikið síðustu vikur og mánuði áður en hann fékk viðvörunina. 

„Liam var farinn að djamma frekar mikið. Hann var varaður við, hann hlustaði á það og er nú á góðum stað. Það sem hann hafði mestar áhyggju af var að hann yrði ekki til staðar fyrir Bear ef hann héldi svona áfram,“ sagði heimildarmaður The Sun um málið. 

mbl.is