Sonur prinsessunnar tekinn með keisaraskurði

Sonur Evgeníu var tekinn með keisara.
Sonur Evgeníu var tekinn með keisara. AFP

Sonur Evgeníu prinsessu var tekinn með keisara. Prinsessan og eiginmaður hennar Jack Brooksbank eignuðust soninn 9. febrúar síðastliðinn. 

Ástæðan fyrir því að litli drengurinn var tekinn með keisara er að prinsessan fæddist með hryggjskekkju og þurfti að fara í aðgerð vegna hennar. Bati prinsessunnar er góður eftir keisaraskurðinn og heimildamaður People segir að litli drengurinn sé algjör draumur. 

Evgenía hefur talað opinberlega um hryggskekkjuna og aðgerðina sem hún fór í þegar hún var 12 ára til að leiðrétta hana. Eftir aðgerðina fékk hún stórt ör á bakið, sem hún bar með stolti á brúðkaupsdegi sínum fyrir þremur árum. Þá valdi hún sér brúðarkjól með opnu baki sem sýndi örið vel. 

Örið á baki prinsessunnar sást greinilega á brúðkaupsdaginn hennar.
Örið á baki prinsessunnar sást greinilega á brúðkaupsdaginn hennar. AFP
mbl.is