Orðinn sex barna faðir á áttræðisaldri

Katharine McPhee og David Foster eignuðust dreng.
Katharine McPhee og David Foster eignuðust dreng. AFP

Tónlistarparið Katharine McPhee og David Foster eignaðist son á dögunum. Drengurinn litli er fyrsta barn foreldra sinna saman, en sjötta barn Fosters sem verður 72 ára á árinu. 

Heimildamaður Us Weekly staðfest fæðingu drengsins og sagði að allt hefði gengið vel. „Móður og barni heilsast vel,“ sagði heimildamaðurinn. 

McPhee og Foster greindu frá því í október síðastliðnum að þau ættu von á barni. 

Fyrir á Foster fimm börn sem eru á aldrinum 34 ára til 50 ára.

mbl.is