Aðdáendur missa sig yfir barnamynd Kidman

Nicole Kidman þá og nú.
Nicole Kidman þá og nú. Samsett mynd

Leikkonan Nicole Kidman var algjör dúlla þegar hún var lítil telpa. Hollywoodstjarnan gladdi aðdáendur sína á dögunum þegar hún birti gamla og nýja mynd af sér á Instagram. Rauða hárið sem er einkennandi fyrir Kidman er að sjálfsögðu til staðar á gömlu myndinni. 

Kidman segir ekki hvað hún er gömul á myndinni. „Litla Nic, gamla Nic,“ skrifar hún einfaldlega. Á myndinni er hún í grænum og hvítum kjól með spennu í rauðu hárinu. Hún birti einnig nýja sjálfumynd af sér. Rauða hárið er aðeins ljósara og örlítið meiri krullur í því en í gamla daga. 

Fylgjendur Kidman keppast um að lýsa því yfir hversu falleg hún er. Margir segja hana fallegustu konu í heimi og aðrir segja hana gullfallega. 

mbl.is