Útilokar ekki að bæta við fjórða barninu

Kate Hudson sá alltaf fyrir sér að eignast stóra fjölskyldu.
Kate Hudson sá alltaf fyrir sér að eignast stóra fjölskyldu. AFP

Kate Hudson elskar að vera móðir og vill því ekki útiloka að hún bæti við fjórða barninu.

Hudson, sem á þrjú börn á aldrinum 2, 9 og 17 ára, segir að það sé sterkur möguleiki að hún bæti við barnafjöldann. Hudson er í sambandi við Danny Fujikawa og saman eiga þau yngsta barnið, Rani. Hún segist hafa verið búin að gefa barneignir upp á bátinn áður en hún kynntist Fujikawa.

„Á vissum tímapunkti hugsaði ég að þessu væri lokið. Svo kynntist ég Danny og ég var bara Ok ég verð að ýta þeim út fyrir hann,“ sagði Hudson í viðtali við The Today Show.

„Ég hef alltaf trúað því að ég myndi eignast fjögur til sex börn. Það var þegar ég var mjög ung. Þegar maður elst upp í stórri fjölskyldu vill maður annaðhvort engin börn eða fjölmörg. Þannig að ég hélt alltaf að ég myndi eignast mörg.“

Í viðtali við Ellen DeGeneres sagði Hudson að það væri viss gluggi þegar manni fyndist réttur tími að bæta öðru barni við.

„Núna er Rani á þeim aldri að mann fer að langa aftur í barn. En þegar hún verður fjögurra ára eða fimm þá finnst manni maður hafa endurheimt líf sitt að einhverju leyti og allt komið í fastar skortur. Þetta er ákveðinn gluggi.“

Rani Rose ásamt móður sinni Kate Hudson.
Rani Rose ásamt móður sinni Kate Hudson.
Kate Hudson og Danny Fujikawa eru ástfangin.
Kate Hudson og Danny Fujikawa eru ástfangin. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is