Snúin aftur til vinnu mánuði eftir fæðingu

Mandy Moore er snúin aftur til vinnu.
Mandy Moore er snúin aftur til vinnu. AFP

Leikkonan Mandy Moore er snúin aftur til vinnu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir um mánuði. Moore eignaðist soninn August Harrison með eiginmanni sínum Taylor Goldsmith. 

Moore er leikkona í þáttunum This Is Us sem hafa slegið í gegn á sjónvarpsstöðinni NBC. Hún virðist nú vera komin aftur í tökur eftir mánaðar frí. 

„Mamma er komin aftur til vinnu,“ skrifaði Moore undir mynd af sér í förðunarstólnum. Við aðra mynd af sér í búningi skrifaði hún: „Svo þakklát fyrir að geta farið hægt og rólega aftur af stað inn í þessa vinnu sem ég elska svo mikið (og að geta tekið eiginmann minn og barnið með mér).“

Skjáskot/Instagram
mbl.is