Kóngur framtíðarinnar fermist ári seinna

Kristján fær að fermast í vor.
Kristján fær að fermast í vor. Ljos­mynd/​Kongehuset.dk

Hinn 15 ára gamli Kristján Danaprins fær loksins að fermast í maí. Kristján, sem er elsti sonur Friðriks krónprins, átti að fermast í fyrra en hætta þurfti við ferminguna vegna heimsfaraldurs. 

Danska konungsfjölskyldan greindi frá því í vikunni að Kristján yrði fermdur 15. maí í kirkjunni í Fredensborg. Eftir ferminguna verður lítil veisla þar sem öllum sóttvarnareglum verður fylgt. Krónprinsinn fermdist í sömu kirkju fyrir 40 árum.

Þar sem Kristján er annar í erfðaröðinni á eftir föður sínum var gert ráð fyrir fjölmennri veislu. Þrátt fyrir að fermingunni hafi verið frestað um ár er þó ólíklegt að kóngafólk frá hinum Norðurlandaþjóðunum mæti í veisluna eins og gert var ráð fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert