Hafði engan áhuga á kynlífi

Hilary Duff eignaðist sitt þriðja barn nýlega.
Hilary Duff eignaðist sitt þriðja barn nýlega. AFP

Hilary Duff, leik­kona og fyrr­ver­andi barna­stjarna, eignaðist sitt þriðja barn í lok mars. Hún hafði lítinn áhuga á að stunda kynlíf á meðgöngunni. Því var öðruvísi farið þegar hún gekk með eldri dóttur sína sem er tveggja ára.  

„Ég hafði engan áhuga á kynlífi,“ sagði Duff í hlaðvarpsþættinum Informed Pregnancy að því er fram kemur á Us Weekly. Þegar hún gekk með dóttur sína fyrir tveimur árum fannst henni kynlíf hjálplegt og skemmtileg leið til þess að koma fæðingunni af stað. „Nei, ekki fyrir mig sagði ég í lok meðgöngunnar,“ sagði Duff. Hún sagði það hafa farið hrikalega í taugarnar á sér þegar annað fólk benti henni á þessa leið. 

Duff hélt að hún væri með strák í maganum og kenndi kyni barnsins um litla kynhvöt. Í ljós kom að Duff gekk með stúlku og nú finnst henni líklegra að hún hafi hreinlega verið of þreytt.

Hilary Duff.
Hilary Duff. AFP
mbl.is