Rakel og Auðunn Blöndal eignuðust dreng

Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir eiga nú tvo syni.
Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir eiga nú tvo syni. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir fyrirsæta eignuðust son í dag. Litli drengurinn kom stundvíslega í heiminn á settum degi. 

Þetta er annað barn þeirra Auðuns og Rakelar en fyrir eiga þau soninn Theodór Sverri sem verður tveggja ára í nóvember. 

„Það tók okkur 18 mánuði að verða vísitölufjölskylda. Þessi snillingur mætti í morgun á settum degi og heilsast barni og móður vel,“ skrifar Auðunn við fallegar myndir af fæðingardeildinni. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is