Varð bústin af hormónameðferðinni

Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segir að hormónameðferðin sem hún fór í áður en hún fór í eggheimtu hafi gert hana frekar bústna. Kardashian horfði nýverið á raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians, og fannst hún vera heldur bústin. 

„Ég veit að enginn mun sennilega taka eftir þessu en þegar ég horfi á þessa gömlu þætti sé ég að ég var á hormónameðferð fyrir eggheimtuna af því ég er svo bústin. Við erum okkar verstu gagnrýnendur,“ skrifaði Kardashian. 

Kardashian fór í hormónameðferð og eggheimtu í kjölfarið til að reyna að tryggja það að hún gæti eignast annað barn með kærasta sínum Tristan Thompson. Fyrir eiga þau eina dóttur, True Thompson, sem er þriggja ára.

Kardashian hefur talað mjög opinskátt um fyrirhugaðar barneignir sínar en hún er 36 ára. Til að tryggja það að hún muni geta eignast barn ákvað hún að frysta egg sín.

mbl.is