„Mun aldrei fyrirgefa Pitt“

Angelina Jolie og börnin hennar frá vinstri Pax Thien Jolie-Pitt, …
Angelina Jolie og börnin hennar frá vinstri Pax Thien Jolie-Pitt, Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, og Knox Leon Jolie-Pitt AFP

Angelina Jolie er verulega ósátt við fyrrverandi eiginmann sinn Brad Pitt eftir að dómstóll féllst á kröfu hans um sameiginlegt forræði yfir börnunum þeirra. Dómurinn er áfall fyrir Jolie sem stefnir á að afrýja honum en samkvæmt heimildum vonast Pitt til þess að Jolie komi frekar til sín og ræði málin en að fara í gegnum dómstóla.

Elsti sonur þeirra, Maddox, bar vitni gegn föður sínum við réttarhöldin í mars. 19 ára sonur þeirra vandaði föður sínum ekki kveðjurnar en Maddox hefur óskað eftir því að breyta eftirnafninu og taka upp eftirnafn móður sinnar Jolie.

Samkvæmt heimildum fékk Angelina Jolie óréttláta meðferð hjá dómara, sem á að hafa hafnað fjölmörgum sönnunum sem hún lagði fram varðandi heilsu, öryggi og líðan barna sinna þegar þau eru hjá föður sínum.

Brad Pitt fékk það sem hann vildi
Brad Pitt fékk það sem hann vildi AFP

„Hún mun aldrei fyrirgefa honum að hafa óskað eftir eftir sameiginlegu forræði,“ er haft eftir heimildarmanni sem starfar fyrir Jolie og hann staðfestir að hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að fá úrskurðinum breytt og trúir því að réttlætið muni sigra að lokum.

mbl.is