Viktoría og Sóli Hólm eignuðust son

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundsson eignuðust son í gær.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundsson eignuðust son í gær. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlafólkið Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundsson eignuðust son í gær, 7. júní. Þetta er fimmta barnið þeirra en annað barn þeirra saman.

Öllum heilsast vel og við erum að springa úr ást! Við viljum koma gríðarlega miklu þakklæti á framfæri til þess yndislega starfsfólks sem starfar á sjúkrahúsinu á Akranesi þar sem við vorum trítuð eins og kóngafólk“ skrif­ar Sólmundur á In­sta­gram.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is