Fjögur börn á hálfu ári ekki slys

Nick Cannon á sjö börn.
Nick Cannon á sjö börn. AFP

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Nick Cannon eignaðist fjórða barnið á aðeins hálfu ári á dögum. Þunganirnar voru ekki slys og hann segir að konurnar sem urðu óléttar hafi átt að verða óléttar. Cannon á alls sjö börn. 

Cannon fékk það ráð í viðtali á miðvikudaginn að nota verjur. Hann sagði þá að það gerðust engin slys í lífi sínu. „Treystið mér, það er margt fólk sem ég hefði getað barnað en gerði ekki,“ sagði stjarnan kokhraust. „Þær sem urðu óléttar eru þær sem áttu að verða óléttar.“

Sjöunda barn Cannons kom í heiminn á dögunum. Aðeins níu dögum fyrr komu tvíburadrengir í heiminn sem hann á einnig. Hann á líka hina fimm mánaða gömlu Powerful og soninn Golden með með fyr­ir­sæt­unni Britt­any Bell. Elstu börn Cannons eru tíu ára tvíburar hans með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni Mariuh Carey.  

mbl.is