Á sínar bestu stundir með sonum sínum

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears á sína bestu stundir með sonum sínum tveimur, Sean Preston og Jayden. Spears á tvo unglingssyni með fyrrverandi eiginmanni sínum. Þeir verja meiri tíma með föður sínum en móður. 

„Bestu stundir Britney eru þegar hún er með strákunum sínum,“ sagði heimildarmaður við Us Weekly. „Allar reglur og hömlur í lífi hennar dofna þegar hún er með þeim.“

Heimildarmaðurinn sem þekkir til söngkonunnar segir hana vera skemmtilega mömmu. Vandamálið er hins vegar að hún hefur ekki rödd þegar kemur að daglegu lífi þeirra Seans Prestons og Jaydens sem eru fæddir árið 2005 og 2006. 

Spears á synina með fyrrverandi eiginmanni sínum, dansaranum Kevin Federline. Árið 2019 fékk Federline 70 prósent forræði yfir sonum þeirra og Spears aðeins 30. Áður var forræðið jafnt. 

Kevin Federline og Britney Spears eiga saman tvo syni.
Kevin Federline og Britney Spears eiga saman tvo syni. Reuters
mbl.is