Heiða Óla og Erlendur eiga von á barni

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla á von á …
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla á von á öðru barni í byrjun næsta árs. Hér er hún með syninum Ólafi Elí og hundinum Heimi.

Einkaþjálfarinn Aðal­heiður Ýr Ólafs­dótt­ir, Heiða Óla eins og hún er kölluð, á von á sínu öðru barni með sambýlismanni sínum, Erlendi Kára Kristjánssyni. Heiða og Erlendur eiga fyrir einn son. 

„Draumar rætast. Óli verður stóri bróðir í byrjun næsta árs,“ skrifaði Heiða á Instagram-síðu sína um helgina. „Við fjölskyldan erum í skýjunum.“

Heiða og Erlendur eiga soninn Ólaf Elí sem er fæddur árið 2017. Heiða deildi uppeldisráðum þeirra Erlends í viðtali við barnavef mbl.is fyrir tveimur árum. Þar sagðist hún meðal annars leggja áherslu á að gefa sér tíma með syni sínum. „Ég reyni að klára allt áður en ég sæki Ólaf Elí í leik­skól­ann svo ég geti ein­beitt mér að því að sinna bara hon­um eft­ir leiks­kóla. Við leik­um sam­an úti eða inni eða slöpp­um bara af. Sýni hon­um hvernig ýmis verk eru unn­in og leyfi hon­um að taka þátt og hjálpa til. Þessi tími með hon­um kem­ur ekki aft­ur.“

mbl.is