Harper litla á siglingu í júdó

Harper Seven Bekcham hlaut silfurverðlaun á júdómóti um helgina.
Harper Seven Bekcham hlaut silfurverðlaun á júdómóti um helgina. Skjáskot/Instagram

Harper Beckham, yngsta barn David og Victoriu Beckham og eina dóttir þeirra, vann silfurmedalíu á júdómóti um helgina. Stoltur faðirinn birti mynd af Harper með verðlaunapeninginn. 

Harper litla er 10 ára gömul og hefur af myndinni að dæma verið að æfa júdó af miklum móð. Bræður hennar, Brooklyn, Romeo og Cruz eru einnig hæfileikaríkir. Brooklyn sem er elstur hefur reynt fyrir sér í ljósmyndun á meðan Romeo fetar í fótspor föður síns og leikur nú fótbolta með Fort Lauderdale CF í USL-deildinni í Bandaríkjunum. 

Cruz virðist ætla að feta í fótspor móður sinnar og hefur mikinn áhuga á tónlist. Móðir hans birti einmitt myndskeið af honum að syngja í síðustu viku. Cruz hefur einnig sagt að hans heitasti draumur sé að semja lög sem allir elska og lifa lengi. 

mbl.is