Tvöföld gleði hjá leikarahjónum

Bryan Greenberg og Jamie Chung eignuðust tvíbura á dögunum.
Bryan Greenberg og Jamie Chung eignuðust tvíbura á dögunum. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Bryan Greenberg og Jamie Chung eignuðust tvíbura á dögunum. Fréttirnar af fæðingu tvíburanna koma á óvart en þau höfðu ekki greint frá því að börnin væru á leiðinni. 

Greenberg, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í How To Make It In America, birti myndband af sér með tvíburana í fanginu á Instagram. Chung endurbirti myndbandið og setti tvö hjörtu við. 

Hinir nýbökuðu foreldrar gáfu ekki meira upp en að tvíburarnir væru komnir í heiminn. 

mbl.is