GDRN og Árni eiga von á barni

Guðrún Ýr Eyfjörð er ófrísk að sínu fyrsta barni.
Guðrún Ýr Eyfjörð er ófrísk að sínu fyrsta barni. mbl.is/Hari

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð og læknaneminn Árni Steinn Steinþórsson eiga von á barni. Guðrún, sem betur er þekkt undir listamannsnafni sínu GDRN, tilkynnti um óléttuna á Instagram í dag.

GDRN er ein vinsælasta söngkona landsins um þessar mundir og hafa síðustu lög hennar yfirleitt vermt toppsætin á vinsældarlistum. Hún hefur einnig getið sér gott orð í leiklistarheiminum en hún sló í gegn í þáttunum Kötlu á Netflix á síðasta ári.

Guðrún og Árni hafa verið saman í rúmt ár en þau festu kaup á íbúð saman á síðasta ári.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is