Harry ekki uppáhalds barnabarnið

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP/Sem van der Wal

Breskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt mjög viðtal sem Harry veitti í kjölfar Invictus leikanna í Hollandi á dögunum. Þar talaði hann um heimsókn sína til drottningarinnar og gaf til kynna að hann ætti sérstaklega náið samband við ömmu sína. Þau ræði gjarna hluti sem hún getur ekki rætt við neinn annan náinn sér. 

Þessi staðhæfing hefur hitt á auman blett hjá konungsfjölskyldunni og finnst mörgum vegið harkalega að þeim.

Heimildamaður nærri konungsfjölskyldunni dregur mjög í efa staðhæfingar Harry prins. Hann segir Harry vera að búa til goðumlíka ímynd af sambandi hans við ömmu sína í fjölmiðlum. 

„Ég efast um að drottningin myndi taka í sama streng og Harry,“ segir heimildamaðurinn í viðtali við The Sun.

„Ef hún á eitthvert uppáhald í hópi barnabarnanna þá væri það líklegast Peter Philips en hann á sérstakan stað í hjarta hennar. Hann er fyrsta barnabarnið og þau hafa alltaf verið afar náin. Hún dáist að því hversu duglegur hann er og sterkur. Hann og systir hans hafa aldrei borið konunglega titla og hafa staðið sig vel í lífinu. Þau koma af brotnu heimili líkt og Harry og Vilhjálmur og Beatrice og Eugenie en hafa þó verið miklu berskjaldaðri því þau hafa ekki titlana.“ 

Harry segist vilja að börn sín hitti drottninguna en það sé margt sem standi í vegi eins og til dæmis öryggismál. Harry hefur aðeins heimsótt Bretland þrisvar sinnum eftir að hann sagði upp konunglegum skyldum sínum. 

Peter Phillips og fyrrverandi eiginkona hans Autumn Phillips.
Peter Phillips og fyrrverandi eiginkona hans Autumn Phillips. GARETH FULLER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert