„Stundum held ég að þær séu með hundaæði“

Ryan Reynolds og Blake Lively.
Ryan Reynolds og Blake Lively. AFP

Leikarinn Ryan Reynolds segir lífið stundum vera stjórnlaust en hann er faðir þriggja stúlkna á aldrinum 2 til 7 ára.

„Ég á þrjár stelpur. Þær eru villtar. Stundum held ég að þær séu með hundaæði.“

„Líkt og aðrir foreldrar þá stundum missi ég mig. En það sem er áhugaverðast er það sem maður gerir eftir á.“

Hans stærstu mistök eru oftar en ekki tækifæri til þess að gefa sér innsýn í lífið. „Ég segi alltaf börnunum að sóa ekki mistökunum. Það er auðvelt að missa sig í eftirsjá og skömm. Það er hins vegar betra að horfa gagnrýnum augum á sig og nota þetta sem tækifæri til lærdóms.“

Reynolds er giftur leikkonunni Blake Lively og segir hana ómissandi á heimilinu. Aðspurður hvað hann geri ef hún þarf að skreppa frá í einhverja daga segir hann það óhugsandi.

„Hún stýrir öllu. Ég gæti ekki verið án hennar. Ég myndi í fyrsta lagi aldrei leyfa henni að fara,“ sagði hann og hló. 

mbl.is