Fagnar nýja líkamanum í Dúbaí

Love-Island stjarnan Molly Mae naut sín á dögunum í Dúbaí.
Love-Island stjarnan Molly Mae naut sín á dögunum í Dúbaí. Samsett mynd

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Molly Mae fagnar líkamsbreytingunum sem fylgja meðgöngunni, en hún á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury. 

Mae og Fury kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island, en þau höfnuðu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð og hefur ást þeirra blómstrað síðan þá. Nýlega skelltu þau sér í svokallað „babymoon“, sem mætti þýða sem „bumbuferð“ eða „bumbuhvíld“, í Dúbaí. 

Íþróttafötin þægilegust

Mae var dugleg að deila myndum frá ferðinni á samfélagsmiðlum sínum, en þar deildi hún persónulegri færslu þar sem hún talaði um líkamsbreytingarnar sem fylgja meðgöngunni. 

„Reyndi að fagna nýja líkamanum í þessari ferð en ég er svo spennt að fara heim í íþróttaföt,“ skrifaði hún við myndaröðina, en á þriðju myndinni má sjá Mae í sömu sundfötum þegar hún var komin þrjár vikur á leið, en hafði ekki hugmynd um það. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is