Beraði óléttukúluna á rauða dreglinum

Tarek og Heather Rae El Moussa voru stílhrein á rauða …
Tarek og Heather Rae El Moussa voru stílhrein á rauða dreglinum. AFP

Raunveruleikastjarnan Heather Rae El Moussa var glæsileg þegar hún mætti á rauða dregilinn á People's Choice Awards í stílhreinum gagnsæjum kjól sem sýndi óléttukúlu hennar vel. Heather á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Tarek El Moussa, en þau voru stílhrein á verðlaunahátíðinni sem fór fram í Santa Monica í Kaliforníu. 

Heather er fasteignasali og skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Selling Sunset, en þeir voru einmitt tilnefndir til verðlauna í flokki raunveruleikaþátta. Heather og Tarek hafa verið saman síðan 2019, en þau giftu sig haustið 2021. 

Hluti af leikurum Selling Sunset þáttanna.
Hluti af leikurum Selling Sunset þáttanna. AFP

Hófu barneignarferli í árslok 2021

Heather og Tarek staðfestu það í júlí að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman, en fyrir á Tarek tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Christina Hall. Mánuði síðar komust þau að það væri drengur á leiðinni.

Búist er við að aðdáendur Heather og Tareks fái enn meiri innsýn í vegferð þeirra þegar þættirnir The Flipping El Moussas verða frumsýndir á næsta ári, en fram kemur á vef People að þættirnir muni sýna frá lífi hjónanna sem gera umfangsmiklar endurbætur á fasteignum og deila tilfinningaþrungnu ferðalagi þeirra að þungun Heather, en hún varð ófrísk í miðju tæknifrjóvgunarferli. 

mbl.is