Áttburarnir orðnir 14 ára

Nadya Suleman ásamt áttburunum.
Nadya Suleman ásamt áttburunum. Skjáskot/Instagram

Nadya Suleman, betur þekkt sem Octomon eða áttburamamman, fagnaði því á dögunum að 14 ár væru liðin frá því hún tók á móti áttburunum sínum. Hún komst fyrst í heimsfréttirnar þegar áttburarnir fæddust, en síðan þá hefur fjölskyldan oft ratað í fjölmiðla. 

Hinn 26. janúar árið 2009 fæddi Suleman áttburanna og varð því 14 barna móðir, en fyrir átti hún sex börn. Í heiminn komu sex drengir og tvær stúlkur, þau Noah, Maliyah, Isaiah, Nariyah, Jonah, Makai, Josiah og Jeremiah.

Segir erfiðleikana hafa styrkt fjölskylduna

Nú eru áttburarnir orðnir 14 ára og í tilefni þess deildi Suleman fallegri færslu og mynd af áttburunum sem voru í góðu yfirlæti með vegan kleinuhringi. 

„Þið eruð einhverjar ástríkustu, hugulsömustu, samviskusömustu og auðmjúkustu manneskjur sem ég hef kynnst. Erfiðleikarnir sem við höfum gengið í gegnum hafa styrkt tengsl okkar hvert við annað. Með því að takast á við nýjar áskoranir á komandi árum vona ég að við munum halda áfram að þroskast sem fjölskylda,“ skrifaði Suleman við myndina. 

Einstæð með 14 börn

Þegar Suleman varð ófrísk af áttburunum átti hún sex börn, þau Ameerah, Calyssa, Elijah, Jonah, Josuah og Aidan. Hún varð ófrísk eftir að hafa farið í tæknifrjóvgun, en hún þurfti að þola mikið umtal og gagnrýni á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert