Vill ekki vera of lengi í burtu frá börnunum

Kieran Culkin setur föðurhlutverkið í fyrsta sæti.
Kieran Culkin setur föðurhlutverkið í fyrsta sæti. Samsett mynd/Skjáskot Instagram

Leikarinn Kieran Culkin leggur mikla áherslu á það að eyða sem mestum tíma með börnunum sínum. Setur hann föðurhlutverkið í forgang þegar hann þarf að skipuleggja dagskrá sína.

Culkin á tvö börn undir fjögurra ára aldri með eiginkonu sinni, Jazz Charton, og finnst erfitt að vera lengur en í tvo daga í burtu frá þeim. Hins vegar getur verið erfitt að koma því í kring þegar hann er á ferðalagi vegna vinnu sinnar. 

Í viðtali við Interview Magazine segist Culkin hræðast það að missa tenginguna við börnin sín, ef hann eyðir of löngum tíma frá þeim, því á þeirra aldri breytist mikið frá degi til dags. Hefur hann jafnvel íhugað það að finna sér nýjan starfsvettvang svo hann geti verið meira heima við. Helst myndi hann vilja vera heimavinnandi húsfaðir svo að hann þurfi ekki að missa af neinu í lífi barnanna sinna.

mbl.is