Retreat Hótel á lista yfir þau bestu í heimi

Friður og fegurð einkennir Retreat hótelið við Bláa lónið.
Friður og fegurð einkennir Retreat hótelið við Bláa lónið. Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland

Það eru ritstjórar blaðsins sem setja saman listann en að eigin sögn berast þeim mörg hundruð tilkynningar um opnun nýrra hótela í hverjum mánuði.

Á bókasafninu á Retreat hótelinu er notalegt að sitja við …
Á bókasafninu á Retreat hótelinu er notalegt að sitja við arineld og slaka á. Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland

Í umfjöllun er farið fögrum orðum um hönnun hótelsins þar sem stórir og háir glergluggar eru sagðir leyfa bláa lit lónsins og mosagrónu hrauninu að njóta sín og gefa þar með sjónrænan tón. Þá sé auðvelt að gleyma sér heila dagstund í jarðhituðu lónunum og að í boði sé meðal annars að fara í gönguferð upp á eldfjall sem liggur í dvala í nágrenni við hótelið og er þar átt við fjallið Þorbjörn.

Hótelið fellur afar vel að umhverfinu.
Hótelið fellur afar vel að umhverfinu. Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland

AFAR tímaritið er eitt það virtasta í Bandaríkjunum og frægt um allan heim. Ljóst er að ritstjórum þess þykir mikið til Retreat hótelsins koma þar sem þeir hafa einnig tilnefnt það til hinna virtu AFAR travel choice verðlauna í flokki hótela sem tryggir gestum stóbrotna dvöl (e.epic stay).  Hægt er að taka þátt í kosningu á vef AFAR en þar etur hið íslenska kappi við ellefu hótel á borð við Amangiri í Canyon Point og Four Seasons á Bora Bora.

Svítan á hótelinu býður upp á magnað útsýni.
Svítan á hótelinu býður upp á magnað útsýni. Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland

Þess má geta að þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Retreat hlotnast sú nafnbót að vera eitt af bestu nýju hótelum heims en bandaríska ferðaritið Travel+Leisure birti sinn árlega lista í síðastliðnum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert