Hvernig er best að vera klædd í kvöld?

Kolbrún Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri styrktarfélagsins Lífs, og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngustjóri …
Kolbrún Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri styrktarfélagsins Lífs, og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngustjóri kvöldsins. Ljósmynd/Aðsend

Líf styrktarfélag stendur fyrir meðgöngu á Helgafellið sem hefst kl. 18:30 og gera má ráð fyrir um það bil tveimur tímum. Að sögn Kolbrúnar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Lífs, snýst gangan fyrst og fremst um að fara út saman og njóta náttúrunnar ásamt því að minna á mikilvægi Lífs. Þeim sem vilja er þó auðvitað hjartanlega velkomið að styðja við starfið, segir Kolla, meðal annars með því að heita á það í gegnum KASS-appið í síma 833-3330.

Göngustjórinn í kvöld er sjálf Vilborg Arna Gissurardóttir en eins og einhverjir muna eftir gekk hún á suðurpólinn og safnaði í leiðinni tugum milljóna fyrir Líf. En hvernig er best að vera klædd í kvöld? „Í strigaskóm eða gönguskóm og í þægilegum fatnaði. Svo er gott að hafa með sér léttan jakka eða úlpu og vatn og orkubita í vasanum eða í bakpoka,“ segir Kolla og tekur líka fram að allir séu hjartanlega velkomnir og að enginn verði skilinn eftir, allir geti gengið á sínum hraða. Hér er hægt að sjá nánar um gönguna.

Líf hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið opnaði nýja heimasíðu á dögunum sem sjá má hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert