Eftirsóknarvert ferðaveski hertogaynjunnar

Meghan hertogaynja kann svo sannarlega að ferðast.
Meghan hertogaynja kann svo sannarlega að ferðast. AFP

Meghan hertogaynja kann svo sannarlega að ferðast, enda hefur hún þurft að ferðast nokkuð á ævi sinni. Hún hefur ítrekað sést með appelsínugult veski í höndunum þegar hún stígur um borð í flugvélar. 

Veskið er einstaklega sniðugt til að hafa með á ferðalagi þar sem það er einstaklega rúmgott og rúmar allt það nauðsynlegasta. Í því er hægt að hafa vegabréfið sitt, flugmiðann, heyrnatól, hleðslusnúru, hleðslubanka, peninga, kreditkort og penna. 

Það er hægt að geyma ýmislegt í veskinu.
Það er hægt að geyma ýmislegt í veskinu. Skjáskot/Instagram

Veskið er frá merkinu Stow og kostar á bilinu 505 til 675 Bandaríkjadali eða á bilinu 62 þúsund til 84 þúsund íslenskar krónur. Það er þó eflaust hægt að finna sambærileg veski á lægra verði frá öðrum merkjum. Einnig er hægt að fá það í mismunandi stærðum, en Meghan virðist vera með stærstu útgáfuna.

View this post on Instagram

Have you heard? Our First Class Tech Case is back in stock in the Amber Orange colourway that Meghan Markle favors.

A post shared by STOW (@stowlondon) on Apr 6, 2018 at 3:25am PDT


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert