Hvernig fær fólk aðgang að Lounge-inu í Leifsstöð?

Saga Lounge í Leifsstöð.
Saga Lounge í Leifsstöð. ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Það eru ekki bara farþegar á fyrsta farrými sem fá að njóta þess að gera vel við sig í Saga Lounge fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli. Bankakort geta líka veitt fólki aðgang að þessu svæði sem er töluvert flottara en aðstaðan í hinum venjulega brottfararsal. 

Þægileg sæti, matur og arineldur er meðal þess sem útvaldir farþegar Icelandair fá að njóta áður en farið er út í flugvél. Setustofan er ekki bara notaleg byrjun á ferðalagi en aðgangur að Saga Lounge hefur komið sér sérstaklega vel þegar vont er veður og mikil seinkun.  

Farþegar sem fljúga mikið með Icelandair geta verið uppfærðir og fengið kort sem heita Saga Silver eða Saga Gold. Saga Gold er besta kortið en þeir farþegar fá að taka vin með í lúxusbiðstofuna. Hinn venjulegi farþegi Icelandair sem flýgur ekki oft kemst í setustofuna með fínu bankakorti en gæti þurft að borga fyrir vin í peningum eða með punktum. 

Tíu betri bankakort hjá Arion banka, Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankanum eru á lista bankakorta á vef Icelandair sem bjóða upp á Saga Lounge-hlunnindi. 

Landsliðsmennirnir Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson taka …
Landsliðsmennirnir Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson taka því rólega í Saga Lounge fyrir flugtak í fyrra. mbl.is/Eggert
mbl.is