Staðir sem eru jafnvel betri um vetur

Yosemite þjóðgarðurinn er mjög fallegur á vetrin.
Yosemite þjóðgarðurinn er mjög fallegur á vetrin. mbl.is/Pexels

Nú er tíminn til að fara skipuleggja ferðalög vetrarins. Þó það hljómi kannski ekki spennandi fyrir okkur sem búum hér á klakanum þá er gaman að fara til annarra landa en sólarlanda á vetrin. Það eru nokkrir staðir í heiminum sem eru líka einstaklega fallegir að vetri til. 

Yosemite-þjóðgarðurinn í Kaliforníu

Yosemite-þjóðgarðurinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum er hvað vinsælastur á sumrin, en þá er líka fullt af ferðamönnum. Þjóðgarðurinn er hinsvegar líka gullfallegur þegar vetur konungur hefur klætt hann snjó. 

Neuschwanstein kastalinn í Þýskalandi
Neuschwanstein kastalinn í Þýskalandi mbl.is/Pexels

Neuschwanstein-kastalinn í Þýskalandi

Neuschwanstein-kastalinn er eins og úr Disney-ævintýri. Hann er það líka á vetrum. Höfundar Þyrnirósar fengu bókstaflega hugmyndina að kastalanum í ævintýrinu þegar þeir sáu Neuschwanstein-kastala. Svo er líka hægt að ímynda sér að maður sé staddur í Frosinn-ævintýrinu þegar maður er staddur þar.

Central Park í New York.
Central Park í New York. skjáskot/Instagram

Central Park í New York 

Borgin sem aldrei sefur er líka skemmtileg á vetrum. Í Central Park er hægt að fara á skauta að vetri til. Síðan er alltaf stutt í næsta kaffhús þegar maður er frosinn inn að beini. 

Richmond Park.
Richmond Park. skjáskot/Instagram

Richmond Park í London

Richmond Park er þrisvar sinnum stærri en Central Park og helsta leiksvæði Lundúnabúa bæði vetur og sumar. Þar er líka hægt að koma auga á allskonar dýr, til dæmis hjartardýr.

Sánkti Pétursborg.
Sánkti Pétursborg. mbl.is/Pexels

Sánkti Pétursborg í Rússlandi 

Það er eins og að stíga inn í vetrarland að koma til Sánkti Pétursborgar að vetri til. 

Ósló.
Ósló. skjáskot/Instagram

Ósló í Noregi

Norðmenn eru heimsmeistarar í afþreyingu á veturna. Höfuðborgin er bara enn betri að vetri til. Þá er einnig hægt að fara í ferðir út úr borginni til að fara á skíði eða í göngu.

Shirawaka-go í Japan.
Shirawaka-go í Japan. skjáskot/Instagram

Shirakawa-go í Japan

Shirakawa-go er kannski ekki lýsandi fyrir Japan en það er svo sannarlega töfrandi, sérstaklega að vetri til. Það er viðburður á hverjum vetri þegar ljósin eru tendruð í þorpinu. Hyggist þú fara þangað er best að bóka gistingu langt fram í tímann.

mbl.is

Bloggað um fréttina