„Túristahlutir“ sem þú ættir að gera

Hop on-Hop off rútur eru góð leið til að kynnast …
Hop on-Hop off rútur eru góð leið til að kynnast borg á skömmum tíma. mbl.is/Pexels

Það sísta við ferðalög að mati margra er að heimsækja fjölfarna ferðamannastaði. Sumum finnst það líka einfaldlega ekki nógu töff að skoða helstu staðina þar sem ferðamenn flykkjast saman á. 

Það er þó vel þess virði að gera eitthvað „túristalegt“ á ferðalaginu og getur einfaldlega verið skemmtilegt og fróðlegt. Stundum þarf bara að kyngja stoltinu og sætta sig við að maður er ekki jafn einstakur og maður heldur alltaf og er hreinlega bara einn af ferðamönnunum.

Hop on-Hop off rúta

Það eru fáar leiðir jafn fljótlegar til að kynnast nýjum stað og krefjast jafn lítils af manni og að fara í rútuferð um borg. Þá kannski kemur maður auga á einhverja staði sem maður hefur áhuga á að skoða betur í ferðinni. 

Söfn eru alltaf merkileg.
Söfn eru alltaf merkileg. mbl.is/Pexels

Farðu á safn

Ein helsta iðja ferðamanna er að fara á söfn og það getur verið mjög góð skemmtun að fara á söfn. Þar er hægt að kynnast menningu staðarins betur, The Met og American Natural History Museum eru til dæmis frábær söfn og það sama má segja um Louvre í París.

Gönguferð

Gönguferðir í náttúrunni, til dæmis í nálægum þjóðgörðum, er frábær leið til þess að brenna nokkrum auka hitaeiningum án þess að gefa sér tíma fyrir ræktina. Þar getur þú líka séð landið sem þú ferðaðist til frá öðru sjónarhorni, tekið flottar myndir og kynnst öðru fólki á gönguleiðinni. 

Hæsta byggingin er alltaf áhugaverð.
Hæsta byggingin er alltaf áhugaverð. mbl.is/Pexels

Farðu í hæstu bygginguna

það er gríðarlega gaman að sjá staði frá öðru sjónarhorni, til dæmis úr hæstu byggingu borgarinnar. Það er jú ástæðan fyrir af hverju þessir staðir eru fjölsóttir ferðamannastaðir.

Heimsæktu trúarhús

Sama hvað þú trúir á eða ekki er einstök upplifun að koma inn í kirkjur, moskur eða á aðra trúarlega staði. Þessir staðir segja oft sögu þjóðarinnar eða mannkynsins og eru oft fáránlega flottir bæði að innan og utan.

Farðu á íþróttaviðburð

Maður kemst sjaldan jafnvel í tæri við innfædda og þegar maður fer á íþróttaviðburð. Það skiptir engu máli hvort þú heldur með öðru hvoru liðinu eða hefur yfir höfuð áhuga á íþróttinni, þetta er skemmtilegur viðburður. 

Það er einstök upplifun að fara í trúarhús.
Það er einstök upplifun að fara í trúarhús. mbl.is/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert